Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 08:18 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent