Fótbolti

Þjálfari Dana segir fimm­tíu leik­menn eiga mögu­leika á EM sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, verður væntanlega sveittur að velja HM hópinn.
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, verður væntanlega sveittur að velja HM hópinn. vísir/getty

Breiddin í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur oft verið til umræðu. Oft hefur verið sagt að hún sé ekki nægilega mikil en sömu sögu má ekki segja af grönnum okkar í Danmörku.

Það er stórt ár framundan hjá danska landsliðinu. Liðið mun bæði taka þátt í undankeppni HM í Katar 2022 í mars og í haust sem og að spila á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar, þar sem þeir leika á heimavelli.

Hópurinn sem fer á EM er langt því frá orðinn klár. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, segir að allt að fimmtíu leikmenn komi til greina á EM í sumar og breiddin því góð sem og mikil samkeppni um stöður.

„Við erum með brúttólista af fimmtíu leikmönnum. Ég get sagt við alla þá leikmenn að það er enginn gleymdur og allir eiga möguleika á að spila sig í EM hópinn,“ sagði Hjulmand í samtali við Ekstra Bladet.

Leikmenn eins og Lukas Lerager hjá Genoa, Lasse Schöne án félags og Nicolai Jørgensen hjá Feyenoord hafa ekki verið mikið inn í myndinni en hann útilokar ekki að þeir verði valdi í hópinn í sumar.

„Ég hef talað við þá alla þrjá og við fylgjumst með þeim. Í sumar talaði ég við Lasse Schöne og hef talað oft við hann. Ég vona að hann spili fótbolta aftur bráðlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×