Solskjær reiknar með þríeykinu gegn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 10:00 Ole Gunnar Solskjær vonast til að Manchester United komist í efsta sæti úrvalsdeildarinnar á morgun. Getty/Matthew Peters Þríeykið sem missti af 1-0 bikarsigri Manchester United á Watford um helgina vegna meiðsla gæti snúið aftur gegn Burnley á morgun eða í það minnsta í toppslagnum gegn Liverpool á sunnudag. Paul Pogba, Victor Lindelöf og Luke Shaw misstu allir af leiknum gegn Watford en Scott McTominay, sem bar fyrirliðabandið, skoraði þar sigurmarkið. Solskjær var spurður út í fjarveru þeirra þriggja eftir leik og hvort þeir yrðu með í deildarleikjunum við Burnley og Liverpool: „Ég vonast til að þeir geti spilað gegn Liverpool, svo sannarlega. En ég er ekki viss varðandi leikinn við Burnley. Þær æfa létt [á sunnudag] og svo sjáum við til á mánudag [í dag],“ sagði Solskjær. United hefur ekki verið svo nálægt toppnum í janúarmánuði frá því að Sir Alex Ferguson hætti vorið 2013. United dugar að fá stig gegn Burnley, í leik sem liðið á til góða, til að komast í efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni fyrir stórleikinn við Liverpool. Liðin eru í dag jöfn að stigum en Liverpool er með betri markatölu. Enginn á eftir að muna hvernig staðan var tólfta janúar Solskjær vildi ekki gera of mikið úr því að komandi leikir væru mikið próf fyrir andlegan styrk sinna manna: „Við erum ekki einu sinni hálfnaðir með tímabilið og það eru allir leikir í ensku úrvalsdeildinni prófraunir. Allir leikir reyna á. Leikurinn við Watford var prófraun, leikurinn við Burnley verður það og að sama skapi leikurinn við Liverpool. Síðan er það Fulham sem er enn önnur prófraunin. Það á enginn eftir að muna hvernig staðan var í deildinni 12. janúar 2021,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Engin flugeldasýning þegar United fór áfram í bikarnum Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á B-deildarliði Watford. 9. janúar 2021 22:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Paul Pogba, Victor Lindelöf og Luke Shaw misstu allir af leiknum gegn Watford en Scott McTominay, sem bar fyrirliðabandið, skoraði þar sigurmarkið. Solskjær var spurður út í fjarveru þeirra þriggja eftir leik og hvort þeir yrðu með í deildarleikjunum við Burnley og Liverpool: „Ég vonast til að þeir geti spilað gegn Liverpool, svo sannarlega. En ég er ekki viss varðandi leikinn við Burnley. Þær æfa létt [á sunnudag] og svo sjáum við til á mánudag [í dag],“ sagði Solskjær. United hefur ekki verið svo nálægt toppnum í janúarmánuði frá því að Sir Alex Ferguson hætti vorið 2013. United dugar að fá stig gegn Burnley, í leik sem liðið á til góða, til að komast í efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni fyrir stórleikinn við Liverpool. Liðin eru í dag jöfn að stigum en Liverpool er með betri markatölu. Enginn á eftir að muna hvernig staðan var tólfta janúar Solskjær vildi ekki gera of mikið úr því að komandi leikir væru mikið próf fyrir andlegan styrk sinna manna: „Við erum ekki einu sinni hálfnaðir með tímabilið og það eru allir leikir í ensku úrvalsdeildinni prófraunir. Allir leikir reyna á. Leikurinn við Watford var prófraun, leikurinn við Burnley verður það og að sama skapi leikurinn við Liverpool. Síðan er það Fulham sem er enn önnur prófraunin. Það á enginn eftir að muna hvernig staðan var í deildinni 12. janúar 2021,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Engin flugeldasýning þegar United fór áfram í bikarnum Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á B-deildarliði Watford. 9. janúar 2021 22:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Engin flugeldasýning þegar United fór áfram í bikarnum Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á B-deildarliði Watford. 9. janúar 2021 22:00