Fótbolti

Maicon kominn aftur til Ítalíu en nú í D-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maicon í leik með Brasilíu á HM í Suður-Afríku.
Maicon í leik með Brasilíu á HM í Suður-Afríku. Nordic Photos / Getty Images

Það muna væntanlega flestir knattspyrnuáhugamenn eftir hægri bakverðinum Maicon sem var meðal annars í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009/2010 undir stjórn Jose Mourinho.

Maicon er nú kominn aftur til Ítalíu, eftir að hafa leikið síðast með Villa Nova í Brasilíu, en hann hefur samið við D-deildarliðið Sona Calcio.

Maicon hafði verið í viðræðum við Veróna liðið frá því fyrir jól en nú hefur verið skrifað undir samninginn. Fimmtán ára sonur Maicon mun einnig leika í akademíu félagsins.

„Ég er ánægður að vera kominn aftur til Ítalíu með syni mínum og ég er spenntur fyrir þessari nýju áskorun sem leikmaður,“ sagði Maicon.

Maicon lék með Inter á árunum 2006 til 2012 áður en hann færði sig yfir til City. Þar lék hann ekki marga leiki svo hann snéri aftur til Ítalíu og gekk þá í raðir Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×