Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 07:01 Guðni átti í viðræðum við Åge og fyrrum FCK-þjálfarinn Ståle Solbakken var einnig á blaði. getty/mike egerton/vísir/vilhelm/getty/lars ronbog Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira