Innlent

Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar

Atli Ísleifsson skrifar
Greiningartæki af sömu tegund, Cobas 8800. Er búist við að afkastageta spítalans við greiningar muni þrefaldast.
Greiningartæki af sömu tegund, Cobas 8800. Er búist við að afkastageta spítalans við greiningar muni þrefaldast.

Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Tækið sem um ræðir, Cobas 8800 frá framleiðandanum Roche, á að þrefalda afköst sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, sem hefur þurft að treysta á búnað Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á Covid-19. Tækið kostaði um 100 milljónir króna.

Blaðið hefur eftir Karli G. Kristinssyni yfirlækni að bíða verði með uppsetningu tækisins, sem kom til landsins um miðjan síðasta mánuð, þar til að tæknimenn frá framleiðandanum koma til landsins nú um helgina. Hvorki tæknimenn spítalans né umboðsaðila hafa mátt koma að uppsetningunni. Er búist við að tækið verði tilbúið til notkunar í næsta mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×