„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 13:12 Nýja greiningartækið getur greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Það heitir Cobas 8800. Vísir/Baldur Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34