Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/Vilhelm Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira