Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/Vilhelm Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði