Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2021 22:02 Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira