Íslenski boltinn

Birkir Valur aftur til HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samningur Birkis Vals Jónssonar við HK gildir til október 2022.
Samningur Birkis Vals Jónssonar við HK gildir til október 2022. vísir/daníel

Birkir Valur Jónsson er kominn aftur til HK eftir hálft ár á láni hjá Spar­tak Trna­va í Slóvakíu.

Birkir Valur var lánaður til Spar­tak Trna­va í lok júlí á síðasta ári. Hann fékk fá tækifæri með liðinu, lék aðeins fjóra deildarleiki með því og er nú kominn aftur til HK samkvæmt mbl.is.

Birkir Valur hefur verið lykilmaður hjá HK síðan 2016. Hann lék 21 af 22 leikjum liðsins í Pepsi Max-deildinni 2019 og níu deildarleiki áður en hann fór út til Slóvakíu síðasta sumar.

Hinn 22 ára Birkir Valur hefur leikið 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo með U-21 árs landsliðinu.

Í gær skrifaði Brynjar Björn Gunnarsson undir nýjan þriggja ára samning við HK. Hann hefur stýrt liðinu síðan 2018.

Undir stjórn Brynjars komst HK upp úr næstefstu deild og hefur endað í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×