Sveindís Jane á lista UEFA yfir 10 efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 22:45 Sveindís Jane Jónsdóttir vísir/vilhelm Framtíðin virðist björt í íslenskri knattspyrnu. Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18