Fótbolti

Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson vísir/getty

Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, birti á heimasíðu sinni í kvöld, 50 manna lista ungra leikmanna sem taldir eru líklegir til að springa út árið 2021.

Á listanum má finna leikmenn sem þegar eru farnir að láta að sér kveða á stærsta sviði fótboltans eins og Wesley Fofana (Leicester), Ryan Gravenberch (Ajax), Jens Petter Hauge (AC Milan), Curtis Jones (Liverpool) og Jamal Musiala (Bayern Munchen) svo einhverjir séu nefndir.

Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall og er einn af yngstu leikmönnunum á lista UEFA en í umsögn hans segir.

„Fæddur á Englandi þegar faðir hans Joey Guðjónsson spilaði fyrir Aston Villa. Jóhannesson hefur þegar fest sig í sessi hjá einu af toppliðum Svíþjóðar og lék sinn fyrsta landsleik á móti Englandi í nóvember.“

Smelltu hér til skoða listann í heild sinni.


Tengdar fréttir

Segja Ísak kosta hátt í tvo milljarða

Ensku götublöðin eru farin að geta sér til um það hvaða stórlið muni hreppa hinn 17 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson sem á dögunum lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×