Innlent

Smá­eldar í gámum og rusla­tunnum, sjúkra­flutningar og reykræsting

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið fór í átján útköll á dælubílum í nótt. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið fór í átján útköll á dælubílum í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Það var talsverður erill hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að sögn varðstjóra sem fréttastofa ræddi við.

Farið var í 66 sjúkraflutninga og átján útköll á dælubílum, sem er talsvert meiri fjöldi slíkra útkalla en á venjulegri nóttu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var þó ekki um nein stórútköll að ræða, þó erillinn hafi sannarlega verið mikill. Smáeldar í ruslatunnum og gámum, vatnslekar og reykræsting voru meðal verkefna slökkviliðs. Þá fluttu sjúkraflutningamenn þrjá einstaklinga sem slasast höfðu við meðferð flugelda á bráðamóttöku.

Meðal þess sem slökkviliðið þurfti að fást við í nótt var eldur í gámum við leikskólann Arnarborg við Maríubakka í Breiðholti. Kveikt hafði verið í gámunum og talsverður eldur kom upp.

Kveikt var í ruslagámum við leikskólann Arnarborg í Breiðholti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×