Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 12:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira