Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 12:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira