Erlent

Fólk flýr flóðin í Evrópu

Flóðin í Mið-Evrópu eru þau mestu í sjötíu ár.
Flóðin í Mið-Evrópu eru þau mestu í sjötíu ár.

Enn flæða ár yfir bakka sína í Evrópu og um tuttugu og þrjú þúsund íbúar í þýsku borginni Magdeburg þurftu að yfirgefa heimili sín eftir að stífla brast í ánni Elbu.

Í morgun tók að draga úr vatnshæð árinnar í borginni en önnur svæði í Saxlandi eru enn í hættu. Í Ungverjalandi hafa tólfhundruð manns þurft að flýja heimili sín en yfirvöldum tókst að afstýra flóðum í höfuðborginni Búdapest. Að minnsta kosti átján manns hafa farist í flóðum í Mið-Evrópu síðustu daga og er talið að tjónið nemi milljörðum evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×