Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 14:18 Nígeríumaðurinn, Sone Aluko fagnar marki sínu í dag. nordic photos/ getty images Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira