Fótbolti

Belgar ríða á vaðið: „Skrýtnasti titill sem ég hef unnið“

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Club Brügge lásu um meistaratitil sinn í símanum.
Leikmenn Club Brügge lásu um meistaratitil sinn í símanum. VÍSIR/GETTY

Belgíska úrvalsdeildin er fyrsta stóra knattspyrnudeild Evrópu til að ákveða að tímabilinu sé lokið vegna kórónuveirunnar.

Ákvörðunin verður formlega tilkynnt 15. apríl þegar búið verður að ráða út úr því eftir hverju verið farið til að ákveða hvaða lið falli og hvaða lið komist upp í deildina. Hins vegar er ljóst að efsta lið deildarinnar, Club Brügge, verður belgískur meistari. Liðið var 15 stigum á undan liðinu í 2. sæti, Gent, þegar hlé var gert á mótinu.

Ruud Vormer, fyrirliði Club Brügge, segir meistaratitilinn svo sannarlega eiga eftir að vera eftirminnilegan en hann las um niðurstöðuna í símanum sínum.

„Auðvitað er maður hamingjusamur enda höfðum við átt virkilega gott tímabil. Auðvitað var þetta svolítið óvænt en þetta er að minnsta kosti afskaplega verðskuldað,“ sagði Vormer við Sporza í Belgíu.

„Við höfðum vonast eftir því að vinna úti á velli svo að við gætum fagnað þar eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Þetta er svo sannarlega skrýtnasti titill sem ég hef unnið og vonandi upplifi ég þetta ekki aftur því þetta eru sorglegar kringumstæður,“ sagði Vormer.

Club Brügge hefur nú unnið sextán meistaratitla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.