Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Gianni Infantino er nýr forseti FIFA. Vísir/Getty Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira