Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 07:21 Bernie Sanders leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00