Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Pal Alexander Kirkevold, framherji Hobro, í leik gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Sjá meira