Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 18:30 Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“ Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“
Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45