Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2020 18:45 Fjöldi lögreglumanna helst ekki í hendur við gerð samfélagsins og býr ekki yfir nægilegum styrk að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Formaður Landssamband lögreglumanna segir átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun var farið yfir stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband þar sem lögreglumenn á Suðurlandi veittu ö lvuðum ökumanni eftirför. Sá stofnaði lífi fjölda manns í hættu með hátterni sínu og keyrði meðal annars lögreglubíl út af veginum. Einungis níu dagar eru síðan ökumaður undir áhrifum ók framan á annan bíl á Sandgerðisvegi en lögreglan veiti ökumanninum eftirför. Í árekstrinum slösuðust tveir í öðrum bíl, þar af annar þeirra alvarlega. Sjá einnig: Eftirför endaði með ósköpum Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af álaginu Lögreglumenn sem rætt var við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum sem þeir sinna. „Við höfum svo sem margítrekað bent á það að álagið er orðið gríðarlegt og búið að vera gríðarlegt lengi,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum fjölgar, samanlagt jafnvel í tugum prósenta. Árið tvö þúsund og átján voru menntaðir lögreglumenn á Íslandi 613 og íbúafjöldinn rúmlega 348 þúsund. Að því viðbættu komu tæplega tvær komma fjórar milljónir ferðamanna til landsins. Árið 2004 voru lögreglumenn 669 á meðan íbúafjöldinn var í rúmlega 293 þúsund. Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/Baldur Hrafnkell Hefur talað fyrir daufum eyrum átta dómsmálaráðherra Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að árið 2013 hafi innanríkisráðherra verið bent á að menntaðir lögreglumenn þyrftu að vera 840. Síðan þá hefur samfélagið þróast en frekar og ferðamannastraumurinn gríðarlegur. „Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Nú ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt. Það er glapræði hvernig þessum málum er háttað í dag og enn og aftur við erum búin að margítreka og benda á þessar staðreyndir sem að birtust í skýrslu ríkislögreglustóra til ráðuneytisins fyrir nokkrum vikum síðan, sem er ekkert nema staðfesting á því sem við höfum áður haldið fram,“ segir Snorri. Kompás Lögreglan Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Fjöldi lögreglumanna helst ekki í hendur við gerð samfélagsins og býr ekki yfir nægilegum styrk að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Formaður Landssamband lögreglumanna segir átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun var farið yfir stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband þar sem lögreglumenn á Suðurlandi veittu ö lvuðum ökumanni eftirför. Sá stofnaði lífi fjölda manns í hættu með hátterni sínu og keyrði meðal annars lögreglubíl út af veginum. Einungis níu dagar eru síðan ökumaður undir áhrifum ók framan á annan bíl á Sandgerðisvegi en lögreglan veiti ökumanninum eftirför. Í árekstrinum slösuðust tveir í öðrum bíl, þar af annar þeirra alvarlega. Sjá einnig: Eftirför endaði með ósköpum Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af álaginu Lögreglumenn sem rætt var við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum sem þeir sinna. „Við höfum svo sem margítrekað bent á það að álagið er orðið gríðarlegt og búið að vera gríðarlegt lengi,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum fjölgar, samanlagt jafnvel í tugum prósenta. Árið tvö þúsund og átján voru menntaðir lögreglumenn á Íslandi 613 og íbúafjöldinn rúmlega 348 þúsund. Að því viðbættu komu tæplega tvær komma fjórar milljónir ferðamanna til landsins. Árið 2004 voru lögreglumenn 669 á meðan íbúafjöldinn var í rúmlega 293 þúsund. Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/Baldur Hrafnkell Hefur talað fyrir daufum eyrum átta dómsmálaráðherra Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að árið 2013 hafi innanríkisráðherra verið bent á að menntaðir lögreglumenn þyrftu að vera 840. Síðan þá hefur samfélagið þróast en frekar og ferðamannastraumurinn gríðarlegur. „Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Nú ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt. Það er glapræði hvernig þessum málum er háttað í dag og enn og aftur við erum búin að margítreka og benda á þessar staðreyndir sem að birtust í skýrslu ríkislögreglustóra til ráðuneytisins fyrir nokkrum vikum síðan, sem er ekkert nema staðfesting á því sem við höfum áður haldið fram,“ segir Snorri.
Kompás Lögreglan Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54