Erlent

Naut ræðst á breskan ferðamann

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það þurfti að sauma 150 spor í manninn til þess að loka opnum sárum víðsvegar um líkama hans.
Það þurfti að sauma 150 spor í manninn til þess að loka opnum sárum víðsvegar um líkama hans.
Breskur fyrrum hermaður, Peter Mayne er mikið slasaður eftir að naut réðst á hann þar sem hann stóð og fylgdist með  nautahlaupi á Spáni fyrir tveimur vikum síðan.

Hann fylgdist með hlaupinu ásamt eiginkonu sinni og stjúpdóttur og var að stilla sér upp fyrir myndatöku þegar nautið réðst á hann. Þetta kom fram í frétt Daily Mail.

Nautið sem réðst á Peter er um hálft tonn að þyngd.

Peter var í skærumlituðum bleikum bol sem gæti hafa æst nautið upp. Nautið stakk Peter hvað eftir annað með hornunum og traðkaði á honum þar til hann var dreginn af götunni og á bak við stálgrindur.

Það þurfti að sauma 150 spor til þess að loka opnum sárum víðsvegar um líkama Peters. Hann er svo illa farinn eftir nautið að hann hefur ekki enn fengið leyfi til þess að snúa aftur heim til Bretlands.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×