Munu Barcelona og Juventus skiptast á leikmönnum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 17:45 Verða þessir tveir liðsfélagar á næstu leiktíð? EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Talið er að kórónufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á kaup og sölur leikmanna í knattspyrnuheiminum í sumar. Svo virðist sem stórliðin Barcelona og Juventus hafi fundið farsæla lausn á hvernig má tækla það vandamál að hafa minna fé á milli handanna, þau ætla einfaldlega að skiptast á leikmönnum. Allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. This summer's blockbuster transfer? — Goal News (@GoalNews) May 3, 2020 Samkvæmt frétt þeirra hefur Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, staðfest að félagið eigi í viðræðum við Börsunga um leikmannaskipti. Juventus myndi senda Bosníumanninn Miralem Pjanić til Katalóníu á meðan ítalska félagið fengi í staðinn hinn brasilíska Arthur. „Við erum í viðræðum við Börsunga sem og önnur stórlið. Þetta verður áhugavert sumar þar sem við munum þurfa nýjar hugmyndir,“ sagði Paratici í viðtali við Sky Sports á Ítalíu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, ku vera mikill aðdáandi brasilíska miðjumannsins sem vill þó helst vera um kyrrt í Barcelona. Talið er að spænska félagið sé opið fyrir tilboðum í nær alla leikmenn sína fyrir utan lykilmenn á borð við Lionel Messi. Vill félagið safna fjármunum til að geta fjárfest í Lautaro Martinez, framherja Inter, og stórstjörnunni Neymar sem lék með Börsungum við góðan orðstír áður en hann hélt til Paris Saint-Germain. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Talið er að kórónufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á kaup og sölur leikmanna í knattspyrnuheiminum í sumar. Svo virðist sem stórliðin Barcelona og Juventus hafi fundið farsæla lausn á hvernig má tækla það vandamál að hafa minna fé á milli handanna, þau ætla einfaldlega að skiptast á leikmönnum. Allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. This summer's blockbuster transfer? — Goal News (@GoalNews) May 3, 2020 Samkvæmt frétt þeirra hefur Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, staðfest að félagið eigi í viðræðum við Börsunga um leikmannaskipti. Juventus myndi senda Bosníumanninn Miralem Pjanić til Katalóníu á meðan ítalska félagið fengi í staðinn hinn brasilíska Arthur. „Við erum í viðræðum við Börsunga sem og önnur stórlið. Þetta verður áhugavert sumar þar sem við munum þurfa nýjar hugmyndir,“ sagði Paratici í viðtali við Sky Sports á Ítalíu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, ku vera mikill aðdáandi brasilíska miðjumannsins sem vill þó helst vera um kyrrt í Barcelona. Talið er að spænska félagið sé opið fyrir tilboðum í nær alla leikmenn sína fyrir utan lykilmenn á borð við Lionel Messi. Vill félagið safna fjármunum til að geta fjárfest í Lautaro Martinez, framherja Inter, og stórstjörnunni Neymar sem lék með Börsungum við góðan orðstír áður en hann hélt til Paris Saint-Germain.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira