Enski boltinn

Tottenham vann Athletic á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Crouch í leik með Tottenham fyrr í sumar.
Peter Crouch í leik með Tottenham fyrr í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao frá Spáni í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum, eftir að þeir spænsku höfðu 1-0 forystu í hálfleik.

Mikel San Jose kom Athletic yfir á 25. mínútu en varamennirnir Peter Crouch og Jermain Defoe skoruðu mörk heimamanna með þriggja mínútna millibili snemma í síðari hálfleik.

Niko Kranjcar misnotaði svo vítaspyrnu sem var dæmd á 71. mínútu.

Leikur Newcastle og Fiorentina á St. James's Park var blásinn af á 64. mínútu þar sem völlurinn var á floti vegna mikillar rigningar. Staðan var þá markalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×