Aðallæknir Arsenal, Gary O'Driscoll, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Liverpool en hann hefur starfað hjá Arsenal undanfarin ár.
Andrew Massey, yfirlæknir Liverpool, er að yfirgefa félagið þann 1. mars er hann tekur við starfi sem leiðandi læknir innan FIFA.
Daily Mail greinir frá því að O’Driscoll hefur ákveðið að skrifa undir samning við Liverpool eftir að hafa rætt við félagið undanfarnar vikur.
Liverpool seal swoop for Arsenal doctor Gary O'Driscoll with Gunners now advertising for his replacement | @SamiMokbel81_DMhttps://t.co/FyRhXqWKzq#LFC
— MailOnline Sport (@MailSport) January 16, 2020
O’Driscoll er talinn sá besti í sínum bransa en Arsenal vildi alls ekki missa hann frá félaginu.
Arsenal hefur nú þegar hafið leit að nýjum lækni en Driscoll fær ekki að yfirgefa Arsenal fyrr en þeir finna eftirmann hans.