„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. janúar 2020 19:30 Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. Augu og hugur þjóðarinnar hefur verið á Vestfjörðum frá því á þriðjudag þegar þrjú stjór snjóflóð féllu, tvö við Flateyri og eitt í Súgandafjörð gegnt Suðureyri.Sjá einnig: Missti meðvitund og man eftir sér á sjúkrabörunum Komið hefur fram að snjóflóðin tvö sem féllu séu talin með þeim stærstu sem fallið hafi á varnargarða í heiminum. Varnargarðar voru byggðir til að verja byggðina við Flateyri eftir mannskætt snjóflóð fyrir 25 árum síðan. Engu að síður flæddu snjóflóðin tvö yfir varnargarðana, ollu miklu tjóni á hafnarmannvirkjum auk þess sem unglingstúlka festist í flóðinu, en hún slapp án teljandi meiðsla. Þörf á nýju hættumati Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar fór vestur í morgun og ræddi þar við Guðmund, bæjarstjóra Ísafjarðarbær. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Hafa Flateyringar búið við falskt öryggi frá því að garðurinnn var reistur?„Þetta er eðlileg spurning og þetta er spurning sem íbúar eru að spyrja sig. Við erum líka að spyrja þessara spurninga. Það er þá ekkert bara Flateyri heldur allir þessir bæjir þar sem eru ofanflóðavarnir,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“Kallaði hann eftir því að fá svör frá sérfræðingum svo hægt væri að fá upplýsingar til að meta nákvæmlega hvað hafi gerst og hvaða áhrif það hafi haft. Þannig verði haldnir íbúafundir með íbúum á Flateyri og Suðureyri eftir helgi. „Þegar við erum búin að fá svörin og við erum búin að fá upplýsingarnar er alveg ljóst að það þarf að endurmeta hættuna. Það þarf nýtt hættumat á vel flestum stöðum og í framhaldinu af því getum við farið að ræða hvað raunverulega þarf að gera en umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar,“ sagði Guðmundur.Heldurðu að það sé ótti á öðrum stöðum?„Ég get alveg fullyrt það þar sem ég er Bolvíkingur þar sem eru ofanflóðavarnir að fólk annars staðar þar sem er hætta á flóðum og við búum við þetta öryggi sem garðarnir vissulega eru og hafa sýnt fram á þá er fólk að spyrja sig þessara spurninga, já,“ sagði Guðmundur. Eftir að snjóflóðin féllu hefur verið bent á að framkvæmdir við varnargarða fyrir snjóflóðarvarnargarða væru á eftir áætlun, nógir peningar væru til en engu að síður væri framkvæmdahraði hægur. Guðmundur vill að þetta verkefni verði klárað sem fyrst. „Við eigum að vera búinn að ganga mikið lengra í að tryggja byggðirnar. Við erum búin að gera heilmikið en við tókum sameiginlega ákvörðun sem þjóð fyrir 25 árum síðan að ganga í þetta verkefni samhent og klára það. Við ættum að vera búin að því. Ofanflóðasjóður er bólginn að fjármagni, það vantar ekki. Það er það sem ríður á. Nú þarf að koma þessu fjármagni á fjárlög og klára þessi verkefni og við eigum að ganga í það,“ sagði Guðmundur en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. Augu og hugur þjóðarinnar hefur verið á Vestfjörðum frá því á þriðjudag þegar þrjú stjór snjóflóð féllu, tvö við Flateyri og eitt í Súgandafjörð gegnt Suðureyri.Sjá einnig: Missti meðvitund og man eftir sér á sjúkrabörunum Komið hefur fram að snjóflóðin tvö sem féllu séu talin með þeim stærstu sem fallið hafi á varnargarða í heiminum. Varnargarðar voru byggðir til að verja byggðina við Flateyri eftir mannskætt snjóflóð fyrir 25 árum síðan. Engu að síður flæddu snjóflóðin tvö yfir varnargarðana, ollu miklu tjóni á hafnarmannvirkjum auk þess sem unglingstúlka festist í flóðinu, en hún slapp án teljandi meiðsla. Þörf á nýju hættumati Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar fór vestur í morgun og ræddi þar við Guðmund, bæjarstjóra Ísafjarðarbær. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Hafa Flateyringar búið við falskt öryggi frá því að garðurinnn var reistur?„Þetta er eðlileg spurning og þetta er spurning sem íbúar eru að spyrja sig. Við erum líka að spyrja þessara spurninga. Það er þá ekkert bara Flateyri heldur allir þessir bæjir þar sem eru ofanflóðavarnir,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“Kallaði hann eftir því að fá svör frá sérfræðingum svo hægt væri að fá upplýsingar til að meta nákvæmlega hvað hafi gerst og hvaða áhrif það hafi haft. Þannig verði haldnir íbúafundir með íbúum á Flateyri og Suðureyri eftir helgi. „Þegar við erum búin að fá svörin og við erum búin að fá upplýsingarnar er alveg ljóst að það þarf að endurmeta hættuna. Það þarf nýtt hættumat á vel flestum stöðum og í framhaldinu af því getum við farið að ræða hvað raunverulega þarf að gera en umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar,“ sagði Guðmundur.Heldurðu að það sé ótti á öðrum stöðum?„Ég get alveg fullyrt það þar sem ég er Bolvíkingur þar sem eru ofanflóðavarnir að fólk annars staðar þar sem er hætta á flóðum og við búum við þetta öryggi sem garðarnir vissulega eru og hafa sýnt fram á þá er fólk að spyrja sig þessara spurninga, já,“ sagði Guðmundur. Eftir að snjóflóðin féllu hefur verið bent á að framkvæmdir við varnargarða fyrir snjóflóðarvarnargarða væru á eftir áætlun, nógir peningar væru til en engu að síður væri framkvæmdahraði hægur. Guðmundur vill að þetta verkefni verði klárað sem fyrst. „Við eigum að vera búinn að ganga mikið lengra í að tryggja byggðirnar. Við erum búin að gera heilmikið en við tókum sameiginlega ákvörðun sem þjóð fyrir 25 árum síðan að ganga í þetta verkefni samhent og klára það. Við ættum að vera búin að því. Ofanflóðasjóður er bólginn að fjármagni, það vantar ekki. Það er það sem ríður á. Nú þarf að koma þessu fjármagni á fjárlög og klára þessi verkefni og við eigum að ganga í það,“ sagði Guðmundur en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06
„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41