Innlent

Svona er staðan á Flateyri í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í seinna snjóflóðinu sem féll á Flateyri.
Húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í seinna snjóflóðinu sem féll á Flateyri. Daníel Jakobsson

Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. Flateyrarvegur sem leiðir eins og nafnið gefur til kynna inn á Flateyri er enn lokaður en til stendur að opna fyrir umferð á fimmta tímanum. Unnið er að snjómokstri.

Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, var á ferðinni á Flateyri í dag. Hann var með myndavélina á lofti og tók myndir sem sjá má hér að neðan.

Vestari hluti snjóflóðavarnargarðsins á Flateyri.Daníel Jakobsson
Stanslaus snjókoma hefur verið á Flateyri undanfarna daga. Veðurguðirnir gerðu hlé á snjókomu í dag.Daníel Jakobsson
Horft niður á Flateyri frá snjóflóðavarnargarðinum.Daníel Jakobsson
Horft niður á Flateyri af vestari hluta varnargarðsins.Daníel Jakobsson
Flateyri í vetrarlitum.Daníel Jakobsson
Sjá má Flateyrarveg vinstra megin á myndinni, nálægt sjónum.Daníel Jakobsson
20 fórust í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995.Daníel Jakobsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir Flateyri.Daníel Jakobsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×