Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 17:51 Frá Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda