Tekst lærisveinum Solskjærs að hefna fyrir síðustu heimsókn sína á Goodison? Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:30 Solskjær var ekki skemmt eftir síðustu heimsókn á Goodison vísir/getty Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira