Munu þurfa að velja á milli að kaupa í matinn eða greiða skuldir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styðja þann stóra hóp sem fer á atvinnuleysisbætur í lok sumars. Vísir/Egill Formaður VR segir hópuppsagnir hrúgast inn hjá félaginu og að staðan sé skelfileg. Mikilvægt sé að koma til móts við stóran hóp fólks sem fer á atvinnuleysisbætur í lok sumars. Á fimmta þúsund misstu vinnuna um mánaðamótin í yfir fimmtíu hópuppsögnum. Fjölmargir þeirra eru félagar í VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna slæma. „Hún er bara skelfileg. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Við erum að sjá fram á tölur og ástand sem að við höfum bara ekki séð áður og hópuppsagnir koma nánast á færibandi inn til okkar. Við erum svona að reyna að ná utan um umfangið. Þannig að staðan er bara eins slæm eins og hún getur orðið.“ Ragnar segir ljóst sé að um stóran hóp sé að ræða sem fari á atvinnuleysisbætur í lok sumars þegar uppsagnarfrestinum lýkur. Því sé mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styðja þetta fólk. „Til þess að koma til móts við þessa hópa sem munu sannarlega lenda í töluverður tekjufalli þegar þeir fara á strípaðar atvinnuleysisbætur sem eru ekki nema tvö hundruð áttatíu og níu þúsund krónur eða tvö hundruð og þrjátíu þúsund eftir skatt. Við vitum það að þeir hópar munu þurfa að taka ákvörðun um það hvort þeir kaupi í matinn eða greiði skuldir og það þurfa að koma úrræði til dæmis eins og framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótum til allavega níu mánaða hið minnsta. Jafnvel hækkun á bótum eða eitthvað slíkt. Þarna verða stjórnvöld að fara að grípa inn í. Vegna þess að þetta er gríðarleg óviss sem fólk er núna í að sjá fram á gríðarlegt tekjufall og að sama skapi er nauðsynjavara að hækka út af gengi krónunnar sem hefur fallið umtalsvert. Sömuleiðis erlendir birgjar sem hafa verið að hækka vörur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. 1. maí 2020 10:00 Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Formaður VR segir hópuppsagnir hrúgast inn hjá félaginu og að staðan sé skelfileg. Mikilvægt sé að koma til móts við stóran hóp fólks sem fer á atvinnuleysisbætur í lok sumars. Á fimmta þúsund misstu vinnuna um mánaðamótin í yfir fimmtíu hópuppsögnum. Fjölmargir þeirra eru félagar í VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna slæma. „Hún er bara skelfileg. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Við erum að sjá fram á tölur og ástand sem að við höfum bara ekki séð áður og hópuppsagnir koma nánast á færibandi inn til okkar. Við erum svona að reyna að ná utan um umfangið. Þannig að staðan er bara eins slæm eins og hún getur orðið.“ Ragnar segir ljóst sé að um stóran hóp sé að ræða sem fari á atvinnuleysisbætur í lok sumars þegar uppsagnarfrestinum lýkur. Því sé mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styðja þetta fólk. „Til þess að koma til móts við þessa hópa sem munu sannarlega lenda í töluverður tekjufalli þegar þeir fara á strípaðar atvinnuleysisbætur sem eru ekki nema tvö hundruð áttatíu og níu þúsund krónur eða tvö hundruð og þrjátíu þúsund eftir skatt. Við vitum það að þeir hópar munu þurfa að taka ákvörðun um það hvort þeir kaupi í matinn eða greiði skuldir og það þurfa að koma úrræði til dæmis eins og framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótum til allavega níu mánaða hið minnsta. Jafnvel hækkun á bótum eða eitthvað slíkt. Þarna verða stjórnvöld að fara að grípa inn í. Vegna þess að þetta er gríðarleg óviss sem fólk er núna í að sjá fram á gríðarlegt tekjufall og að sama skapi er nauðsynjavara að hækka út af gengi krónunnar sem hefur fallið umtalsvert. Sömuleiðis erlendir birgjar sem hafa verið að hækka vörur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. 1. maí 2020 10:00 Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. 1. maí 2020 10:00
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30