Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 23:30 Vinnumálastofnun hafa aldrei áður borist svo margar tilkynningar um hópuppsagnir og í dag og í gær. Vísir/Hanna Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira