Margmenni við jarðarför Stephen Hawking Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 31. mars 2018 16:00 Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP
Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58
Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30