Innlent

Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kristján Markús Sívarsson
Kristján Markús Sívarsson vísir/vilhelm
Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í fangelsi í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Að auki var hann sviptur ökuréttindum. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson hlaut 38 mánaða dóm en 36 mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. Marteinn Jóhannsson hlaut átta mánaða dóm en sex þeirra eru skilorðsbundnir. Gæsluvarðhald þeirra dregst frá refsingunni.

Um nokkrar ákærur var að ræða sem reknar voru í sama máli en Kristján Markús var sakborningur í þeim öllum. Var hann meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, þar af tvær frelsissviptingar, nokkra þjófnaði og umferðalagabrot. Saksóknari fór fram á fimm ára dóm.

Sjá einnig: Skeljagrandabróðir á yfir höfði sér þungan dóm fyrir „gróf og hrottafengin“ brot

Kristján, Ríkharð og Marteinn voru sakfelldir fyrir frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar á síðasta ári. Þá komu þeir í sameiningu inn á heimili manns og réðust á hann með höggum og spörkum. 

Þá var Kristjáni einnig gefið að sök, í félagi við tvo aðra, að hafa svipt nítján ára dreng frelsi sínu og haldið honum föngnum að heimili föðurs Kristjáns í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar gáfu þeir honum meðal annars rafstuð í kynfæri hans, stungið hann með sprautunál og neytt hann til að drekka smjörsýru. Annar drengjanna neitaði ávallt sök í málinu. Annar þeirra hlaut fjórtán mánaða dóm en þar af voru tólf þeirra skilorðsbundnir. Hinn hlaut níu mánuði skilorðsbundna til þriggja ára.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.