Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 13:24 Kristján Markús Sívarsson vísir/vilhelm Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.” Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.”
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36