Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 11:57 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þremenningunum er gefið að sök að hafa í að morgni 24. febrúar á síðasta ári veist að manni í íbúð hans í Kópavogi. Eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Aðalmeðferðin hófst síðastliðinn mánudag þegar tveir ákærðu gáfu skýrslu. Sá þriðji gaf skýrslu á þriðjudagsmorgun en í dag var komið að fórnarlambinu í málinu. Fyrir dómi í dag lýsti maðurinn því að Marteinn hafi hringt í hann um morguninn, sagt honum að hann væri í bílavandræðum og hvort hann mætti koma heim til hans. Maðurinn sagði að það væri í lagi, Marteinn kom svo einn en sagði að tveir bræður hans væru líka á leiðinni. Átti hann þar við Kristján og Ríkharð sem komu stuttu seinna.Hugsaði allan tímann um að reyna að losa tökin„Þeir ryðjast inn og ráðast á mig. Þeir tóku mig kverkataki og létu höggin dynja á mér. Ég held að Rikki hafi tekið mig kverkataki,” sagði maðurinn beðinn um að lýsa því sem gerðist. Hann sagði átökin svo hafa borist inn í íbúðina og út um svalahurð. „Ég hugsaði allan tímann um að losa tökin, losa tökin. [...] Þeir sögðu við mig að ef ég myndi ekki hætta að streitast á móti þá yrði þetta verra.” Maðurinn sagði að Kristján hefði tekið PlayStation-leikjatölvu og slegið hann af fullu afli í andlitið með henni. Við það högg hafi þeir allir fjórir hrunið í gólfið og brotaþoli kvaðst hafa vankast aðeins. Þá nefbeins- og kinnbeinsbrotnaði hann. Sjá einnig: Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærumKristján sagði manninn hafa kostað hann fjölskyldulífiðÁtökin færðust síðan inn og sagðist maðurinn hafa sest í sófa eða stól. „Ég man að Kristján tók upp skæri sem voru á borðinu og kýldi mig af og til á meðan hann var að öskra á mig. Hann stakk mig svo snöggt í hægri og vinstri öxl með skærunum og náði líka í spýtu og barði mig með henni. Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar.” Að sögn mannsins var Kristján að tala um fyrrverandi konuna sína og börn og sagði að hann hefði kostað hann fjölskyldulífið. „Hann sagði að ég þyrfti að borga fyrir það og stakk upp á að ég myndi borga honum 5 milljónir. Svo talaði hann um að ég ætti að selja fíkniefni og allt sem kæmi inn af því færi til hans,” sagði maðurinn en Kristján taldi hann hafa verið með barnsmóður hans. Maðurinn þvertók fyrir að hafa verið með henni, sagðist aðeins hafa hitt hana einu sinni stuttlega en engin nánari kynni hafi verið á milli þeirra.Sendu Snapchat af manninum og Kristjáni til barnsmóðurinnarFyrir liggur að það var ákveðið að taka Snapchat-mynd af fórnarlambinu. Marteinn hellti yfir hann barbecue-sósu áður en myndin var tekin auk þess sem maðurinn var alblóðugur eftir árásina. „Kristján sat svona við hliðina á mér og heldur utan um mig. Hann brosir og er með þumalinn upp og ég líka, en þá segir Marteinn að ég eigi að vera álútur eða niðurdreginn. Þeir senda síðan myndina á barnsmóður Kristjáns, að svona gerðist ef hún væri með öðrum mönnum en honum.” Fórnarlambið lýsti því að þremenningarnir hafi allan tímann spurt hann út í eigur hans og hvort þeir mættu taka hitt og þetta. Sagði maðurinn að hann hefði ekki þorað að segja annað en „já.” Samkvæmt ákæru eiga Kristján, Marteinn og Ríkharð meðal annars að hafa tekið iPhone 5S síma, MacBook Pro fartölvu, tvo flakkara, Sony heimabíó. Maðurinn sagði fyrir dómi að mest af því sem þeir höfðu tekið hefði hann fengið aftur. Aðspurður sagði maðurinn ekki hafa átt kost á því að koma sér út úr íbúðinni. Eina leiðin hefði verið að hoppa niður af svölunum sem voru á 4. eða 5. hæð. Þá hafi hann ekki þorað að biðja þremenningana um að fara út úr íbúðinni. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þremenningunum er gefið að sök að hafa í að morgni 24. febrúar á síðasta ári veist að manni í íbúð hans í Kópavogi. Eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Aðalmeðferðin hófst síðastliðinn mánudag þegar tveir ákærðu gáfu skýrslu. Sá þriðji gaf skýrslu á þriðjudagsmorgun en í dag var komið að fórnarlambinu í málinu. Fyrir dómi í dag lýsti maðurinn því að Marteinn hafi hringt í hann um morguninn, sagt honum að hann væri í bílavandræðum og hvort hann mætti koma heim til hans. Maðurinn sagði að það væri í lagi, Marteinn kom svo einn en sagði að tveir bræður hans væru líka á leiðinni. Átti hann þar við Kristján og Ríkharð sem komu stuttu seinna.Hugsaði allan tímann um að reyna að losa tökin„Þeir ryðjast inn og ráðast á mig. Þeir tóku mig kverkataki og létu höggin dynja á mér. Ég held að Rikki hafi tekið mig kverkataki,” sagði maðurinn beðinn um að lýsa því sem gerðist. Hann sagði átökin svo hafa borist inn í íbúðina og út um svalahurð. „Ég hugsaði allan tímann um að losa tökin, losa tökin. [...] Þeir sögðu við mig að ef ég myndi ekki hætta að streitast á móti þá yrði þetta verra.” Maðurinn sagði að Kristján hefði tekið PlayStation-leikjatölvu og slegið hann af fullu afli í andlitið með henni. Við það högg hafi þeir allir fjórir hrunið í gólfið og brotaþoli kvaðst hafa vankast aðeins. Þá nefbeins- og kinnbeinsbrotnaði hann. Sjá einnig: Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærumKristján sagði manninn hafa kostað hann fjölskyldulífiðÁtökin færðust síðan inn og sagðist maðurinn hafa sest í sófa eða stól. „Ég man að Kristján tók upp skæri sem voru á borðinu og kýldi mig af og til á meðan hann var að öskra á mig. Hann stakk mig svo snöggt í hægri og vinstri öxl með skærunum og náði líka í spýtu og barði mig með henni. Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar.” Að sögn mannsins var Kristján að tala um fyrrverandi konuna sína og börn og sagði að hann hefði kostað hann fjölskyldulífið. „Hann sagði að ég þyrfti að borga fyrir það og stakk upp á að ég myndi borga honum 5 milljónir. Svo talaði hann um að ég ætti að selja fíkniefni og allt sem kæmi inn af því færi til hans,” sagði maðurinn en Kristján taldi hann hafa verið með barnsmóður hans. Maðurinn þvertók fyrir að hafa verið með henni, sagðist aðeins hafa hitt hana einu sinni stuttlega en engin nánari kynni hafi verið á milli þeirra.Sendu Snapchat af manninum og Kristjáni til barnsmóðurinnarFyrir liggur að það var ákveðið að taka Snapchat-mynd af fórnarlambinu. Marteinn hellti yfir hann barbecue-sósu áður en myndin var tekin auk þess sem maðurinn var alblóðugur eftir árásina. „Kristján sat svona við hliðina á mér og heldur utan um mig. Hann brosir og er með þumalinn upp og ég líka, en þá segir Marteinn að ég eigi að vera álútur eða niðurdreginn. Þeir senda síðan myndina á barnsmóður Kristjáns, að svona gerðist ef hún væri með öðrum mönnum en honum.” Fórnarlambið lýsti því að þremenningarnir hafi allan tímann spurt hann út í eigur hans og hvort þeir mættu taka hitt og þetta. Sagði maðurinn að hann hefði ekki þorað að segja annað en „já.” Samkvæmt ákæru eiga Kristján, Marteinn og Ríkharð meðal annars að hafa tekið iPhone 5S síma, MacBook Pro fartölvu, tvo flakkara, Sony heimabíó. Maðurinn sagði fyrir dómi að mest af því sem þeir höfðu tekið hefði hann fengið aftur. Aðspurður sagði maðurinn ekki hafa átt kost á því að koma sér út úr íbúðinni. Eina leiðin hefði verið að hoppa niður af svölunum sem voru á 4. eða 5. hæð. Þá hafi hann ekki þorað að biðja þremenningana um að fara út úr íbúðinni.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent