Rannsaka hvort mengun hafi valdið rafmagnsleysi á Barnaspítala Hringsins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. maí 2014 15:00 Málið er tekið alvarlega innan Landspítalans. Við prófanir á vararafstöð Landspítala við Hringbraut í febrúar fór rafmagnið af hluta spítalans í um hálftíma, þar á meðal á Barnaspítala Hringsins. Þufti að flytja nýbura, í hitakössum, með hraði inn á kvennadeild spítalans, þar sem hægt var að koma hitakössunum í samband. Ein af hugsanlegum skýringum á bilun í vararafstöð er brennisteinsvetnismengun í andrúmsloftinu. Sem dæmi valda jarðboranir á Hengilssvæðinu brennisteinsvetnismengun en mikið magn af því kemur þaðan. Brennisteinsvetnið fer út í andrúmsloftið og getur skaðað heilsu fólks og haft áhrif á rafmagn. „Þetta er í sjálfu sér ekki flókið mál,“ segir Kristinn Andersen, rafmangsverkfræðingur og formaður Verkfræðingasambands Íslands og heldur áfram: „Í andrúmsloftinu eru til staðar efni, eins og brennisteinssambönd, sem ganga í efnasamband við málma þannig að þunn húð myndist á yfirborði þeirra. Þessi húð getur meðal annars myndast á tengingum og rofum í raftækjum, yfirleitt eftir nokkurn tíma, og valdið sambandsleysi. Þessi efni mynda einmitt slíka húð á yfirborði silfurs og kopars, þá málma sem mikið eru notaðir í rafbúnaði.“Landspítalinn við Hringbraut.Ítarleg rannsókn „Við erum að skoða hvort að brennsteinsvetnismengun sé orsakavaldurinn að þessari bilun - við rannsökum hugsanleg áhrif brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu á snertur í stjórnbúnaðinum." segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans. Bilunin er litin mjög alvarlegum augum innan Landspítalans. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Málið hefur verið rannsakað ítarlega síðan þetta kom upp. Nefnd var sett á stofn og svokölluð rótargreining fór í gang. Í nefndinni starfa rafmagnstæknifræðingar, verkfræðingar og fagfólk innan heilbrigðisgeirans og með nefndinni starfa sérfræðingar utan spítalans," segir Ingólfur.Búnaðurinn á að vera í lagiIngólfur segir að vararafstöðin eigi að vera komin í samt lag. "Búið er að kaupa nýjar snertur í vararafstöðina og verið að setja upp búnað sem hreinsar loftið sem fer inn í aðaltöflurherbegið þar sem stjórnbúnaðurinn er." Vararafstöð Landspítalans er prófuð einu sinni í mánuði. Ingólfur segist ekki geta sagt til hvenær rannsókn nefndarinnar lýkur.Hengilssvæðið.Heilbrigðisnefnd vill minna brennisteinsvetni Á fundi Heilbrigðisnefndar Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðisins í febrúar var erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til umfjöllunar, þar em óskað var eftir umsögn um ósk Orkuveitu Reykjavíkur um undanþágu frá hertum ákvæðum sem snúa að losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Holurnar á Hengilssvæðinu eru á vegum Orkuveitunnar. Í fundargerð segir:„Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 24. febrúar 2014 þar sem óskað er umsagnar um erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 12. febrúar s.l. þar sem sótt er um undanþágu frá hertum ákvæðum í reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Heilbrigðisnefnd gerði eftirfarandi samþykkt: ,,Heilbrigðisnefnd telur reglugerð nr. 514/2010 vera vandaða. Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni.“ Heilbrigðisnefnd benti einnig á að að skólahúsnæði er þarna skammt frá:Einnig vekur nefndin athygli á að í Kópavogi er staðsett kennsluhúsnæði í Lækjarbotnum og rekin þar grunnskóli og leikskóli. Þar eru einnig íbúðarhús og skammt frá eru frístundahús og tvö býli. Vöktun loftgæða á vegnum heilbrigðisnefndar hefur farið fram í Lækjarbotnum í færanlegri mælistöð um nokkurt skeið. Tekin hefur verið saman greinargerð um niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni fyrir tímabilið frá 19. september 2012 til 29. janúar 2014. Styrkur brennisteinsvetnis hefur verið umtalsverður á þessu tímabili og þá einkum á rekstrartíma skólans. Mestur styrkur er þegar hægir vindar blása frá virkjanasvæðinu á Hellisheiði í átt að Lækjarbotnum. Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað." Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Við prófanir á vararafstöð Landspítala við Hringbraut í febrúar fór rafmagnið af hluta spítalans í um hálftíma, þar á meðal á Barnaspítala Hringsins. Þufti að flytja nýbura, í hitakössum, með hraði inn á kvennadeild spítalans, þar sem hægt var að koma hitakössunum í samband. Ein af hugsanlegum skýringum á bilun í vararafstöð er brennisteinsvetnismengun í andrúmsloftinu. Sem dæmi valda jarðboranir á Hengilssvæðinu brennisteinsvetnismengun en mikið magn af því kemur þaðan. Brennisteinsvetnið fer út í andrúmsloftið og getur skaðað heilsu fólks og haft áhrif á rafmagn. „Þetta er í sjálfu sér ekki flókið mál,“ segir Kristinn Andersen, rafmangsverkfræðingur og formaður Verkfræðingasambands Íslands og heldur áfram: „Í andrúmsloftinu eru til staðar efni, eins og brennisteinssambönd, sem ganga í efnasamband við málma þannig að þunn húð myndist á yfirborði þeirra. Þessi húð getur meðal annars myndast á tengingum og rofum í raftækjum, yfirleitt eftir nokkurn tíma, og valdið sambandsleysi. Þessi efni mynda einmitt slíka húð á yfirborði silfurs og kopars, þá málma sem mikið eru notaðir í rafbúnaði.“Landspítalinn við Hringbraut.Ítarleg rannsókn „Við erum að skoða hvort að brennsteinsvetnismengun sé orsakavaldurinn að þessari bilun - við rannsökum hugsanleg áhrif brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu á snertur í stjórnbúnaðinum." segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans. Bilunin er litin mjög alvarlegum augum innan Landspítalans. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Málið hefur verið rannsakað ítarlega síðan þetta kom upp. Nefnd var sett á stofn og svokölluð rótargreining fór í gang. Í nefndinni starfa rafmagnstæknifræðingar, verkfræðingar og fagfólk innan heilbrigðisgeirans og með nefndinni starfa sérfræðingar utan spítalans," segir Ingólfur.Búnaðurinn á að vera í lagiIngólfur segir að vararafstöðin eigi að vera komin í samt lag. "Búið er að kaupa nýjar snertur í vararafstöðina og verið að setja upp búnað sem hreinsar loftið sem fer inn í aðaltöflurherbegið þar sem stjórnbúnaðurinn er." Vararafstöð Landspítalans er prófuð einu sinni í mánuði. Ingólfur segist ekki geta sagt til hvenær rannsókn nefndarinnar lýkur.Hengilssvæðið.Heilbrigðisnefnd vill minna brennisteinsvetni Á fundi Heilbrigðisnefndar Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðisins í febrúar var erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til umfjöllunar, þar em óskað var eftir umsögn um ósk Orkuveitu Reykjavíkur um undanþágu frá hertum ákvæðum sem snúa að losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Holurnar á Hengilssvæðinu eru á vegum Orkuveitunnar. Í fundargerð segir:„Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 24. febrúar 2014 þar sem óskað er umsagnar um erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 12. febrúar s.l. þar sem sótt er um undanþágu frá hertum ákvæðum í reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Heilbrigðisnefnd gerði eftirfarandi samþykkt: ,,Heilbrigðisnefnd telur reglugerð nr. 514/2010 vera vandaða. Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni.“ Heilbrigðisnefnd benti einnig á að að skólahúsnæði er þarna skammt frá:Einnig vekur nefndin athygli á að í Kópavogi er staðsett kennsluhúsnæði í Lækjarbotnum og rekin þar grunnskóli og leikskóli. Þar eru einnig íbúðarhús og skammt frá eru frístundahús og tvö býli. Vöktun loftgæða á vegnum heilbrigðisnefndar hefur farið fram í Lækjarbotnum í færanlegri mælistöð um nokkurt skeið. Tekin hefur verið saman greinargerð um niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni fyrir tímabilið frá 19. september 2012 til 29. janúar 2014. Styrkur brennisteinsvetnis hefur verið umtalsverður á þessu tímabili og þá einkum á rekstrartíma skólans. Mestur styrkur er þegar hægir vindar blása frá virkjanasvæðinu á Hellisheiði í átt að Lækjarbotnum. Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað."
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira