Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. desember 2016 07:00 Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira