Fótbolti

„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gummi og Óli fóru yfir víðan völl í gær.
Gummi og Óli fóru yfir víðan völl í gær. vísir/s2s

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur.

Ólafur gerði upp tímabilið 2010 hjá Gumma Ben í Sportinu í kvöld en þá stýrði hann Blikurs til sigurs í fyrsta og eina skiptið í karlaflokki í fótbolta. Fyrsta tap Blika 2010 kom einmitt gegn Þorvaldi og hans mönnum í Fram og Ólafur segir að Þorvaldur sé afar lunkinn þjálfari.

„Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hvernig hann vill spila. Hann er góður í leiknum að bregðast við innan leiksins. Hann les leikinn mjög vel og stundum fannst manni manni auðvelt að ná yfirhöndinni en í þessum mörgu leikjum gegn honum þá var hann mjög erfiður. Refur,“ sagði Ólafur. Hann segir Þorvaldur ekkert lamb að leika við á leikdag.

„Svo var undiralda í þessu. Við erum góðir félagar en hann hefur það að þegar að það kemur að leikdegi þá er þetta eins og óvinur þinn. Hann talar ekki við þig, hundshaus og kemst undir húðina á mönnum. Maður þarf að læra það að láta það ekki fara í sig.“

„Ég man eftir bikarúrslitaleikinn að hann tók ekki í höndina á mér. Það var fyrir mér gleymt og grafið um leið. Ég skil það alveg en það var rebbaskapur í honum. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir honum bæði sem manneskju og þjálfara,“ sagði Óli.

Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Þorvald

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×