Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:42 Skipun stýrihópsins var ákveðin á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45