Erlent

Verður elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands

Elísabet önnur Englandsdrottning nær merkum áfanga klukkan fimm í dag. Þá verður hún elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands.

Metið átti langalangamma hennar, Viktoría drottning. Hún var áttatíu og eins árs, sjö mánaða og tuttugu og níu daga þegar hún lést á valdastóli 1901.

Tímamótanna í dag verður ekki minnst með sérstökum hætti. Elísabet á enn nokkuð í að slá annað met Viktoríu sem er enn þaulsætnasti þjóðhöfðingi Breta. Hún ríkti í sextíu og fjögur ár. Því nær Elísabet 2015 - lifi hún svo lengi, sem verður að teljast líklegt þar sem móðir hennar lést rúmlega hundrað ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×