Lögreglan í Ástralíu skaut árásarmann til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:43 Fimm særðust í árásinni og tveir af þeim alvarlega. EPA/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00
Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent