Solskjær segir að Erling Håland sé búinn að ákveða hvar hann vilji spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:00 Erling Braut Håland er víst búinn að ákveða sig. Fer hann til Manchester United? Getty/Andreas Schaad Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira