Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 2-2 | Ellefta jafntefli Breiðabliks Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Daníel Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira