Erlent

Forsætisráðherra Rússlands með Covid-19

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin mun draga sig í hlé vegna Covid-19 sýkingar.
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin mun draga sig í hlé vegna Covid-19 sýkingar. AP

Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, hefur sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hann greindi Vladimir Pútín, forseta landins, frá veikindunum á fjarfundi í dag. Reuters greinir frá.

Mishustin hyggst fara í einangrun til að vernda aðra ráðherra. Andrey Belousov mun gegna embætti forsætisráðherra í fjarveru Mishustins.

106.498 hafa greinst með kórónuveiruna í Rússlandi og þá hefur veiran dregið rúmlega þúsund manns til dauða samkvæmt opinberum tölum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×