Erlent

Forsætisráðherra Rússlands með Covid-19

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin mun draga sig í hlé vegna Covid-19 sýkingar.
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin mun draga sig í hlé vegna Covid-19 sýkingar. AP

Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, hefur sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hann greindi Vladimir Pútín, forseta landins, frá veikindunum á fjarfundi í dag. Reuters greinir frá.

Mishustin hyggst fara í einangrun til að vernda aðra ráðherra. Andrey Belousov mun gegna embætti forsætisráðherra í fjarveru Mishustins.

106.498 hafa greinst með kórónuveiruna í Rússlandi og þá hefur veiran dregið rúmlega þúsund manns til dauða samkvæmt opinberum tölum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.