Borgarstjóri Liverpool óttast stórslys fái Liverpool að tryggja sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 15:30 Stuðningmenn Liverpool gætu búið til stór vandamál í borginni ef þeir safnast þúsundir saman til þess að fagna Englandsmeistaratitlinum. Getty/Laurence Griffiths Joe Anderson er borgarstjóri í Liverpool og hann vill að tímabili í ensku úrvalsdeildinni veðir flautað af því hann óttast stórslys ef tímabilið verður klárað. Liverpool liðið þarf bara tvo sigra í viðbót til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjá áratugi. Liverpool á mjög ákafa og blóðheita stuðningsmenn sem eru margir búnir að bíða mjög lengi eftir því að liðið vinni ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og fyrsta Englandsmeistaratitilinn frá 1990. Það mun því verða mjög erfitt fyrir lögregluna í Liverpool að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Liverpool hrúgist út á götur borgarinnar til að fagna með allri þeirri smithættu sem því fylgir. Liverpool mayor Joe Anderson fears a "farcical" situation with fans congregating outside Anfield and says resuming the Premier League is a "non-starter."Find out more: https://t.co/vD4qnoS9CN pic.twitter.com/gamocXoFFN— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2020 „Þótt að það spilað verði á hlutlausum velli þá mun fjöldi fólks streyma að Anfield til að fagna og ég skil vel að lögreglan óttist að sú staða komi upp. Við erum því með vanda á okkar höndum. Við eigum nógu erfitt með að koma í veg fyrir að fólk, þá sérstaklega ungt fólk, hópist saman í góðu veðri í almenningsgörðum," sagði Joe Anderson við breska ríkisútvarpið. „Best væri bara að aflýsa tímabilinu. Þetta snýst ekki bara um Liverpool, en liðið er klárlega búið að vinna deildina og ætti að vera krýndur enskur meistari. Það sem mestu máli skiptir er heilsa og öryggi fólks og fótboltinn á alltaf að vera í öðru sæti þegar við veljum þar á milli," sagði Anderson. Það fylgir sögunni að Joe Anderson er stuðningsmaður Everton, erkifjenda og nágranna Liverpool FC. "A lot of people would come to celebrate."Liverpool mayor Joe Anderson has said resuming the Premier League is a "non-starter."Full story: https://t.co/fFP4WKD6dR pic.twitter.com/dHvGxm44CT— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Joe Anderson er borgarstjóri í Liverpool og hann vill að tímabili í ensku úrvalsdeildinni veðir flautað af því hann óttast stórslys ef tímabilið verður klárað. Liverpool liðið þarf bara tvo sigra í viðbót til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjá áratugi. Liverpool á mjög ákafa og blóðheita stuðningsmenn sem eru margir búnir að bíða mjög lengi eftir því að liðið vinni ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og fyrsta Englandsmeistaratitilinn frá 1990. Það mun því verða mjög erfitt fyrir lögregluna í Liverpool að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Liverpool hrúgist út á götur borgarinnar til að fagna með allri þeirri smithættu sem því fylgir. Liverpool mayor Joe Anderson fears a "farcical" situation with fans congregating outside Anfield and says resuming the Premier League is a "non-starter."Find out more: https://t.co/vD4qnoS9CN pic.twitter.com/gamocXoFFN— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2020 „Þótt að það spilað verði á hlutlausum velli þá mun fjöldi fólks streyma að Anfield til að fagna og ég skil vel að lögreglan óttist að sú staða komi upp. Við erum því með vanda á okkar höndum. Við eigum nógu erfitt með að koma í veg fyrir að fólk, þá sérstaklega ungt fólk, hópist saman í góðu veðri í almenningsgörðum," sagði Joe Anderson við breska ríkisútvarpið. „Best væri bara að aflýsa tímabilinu. Þetta snýst ekki bara um Liverpool, en liðið er klárlega búið að vinna deildina og ætti að vera krýndur enskur meistari. Það sem mestu máli skiptir er heilsa og öryggi fólks og fótboltinn á alltaf að vera í öðru sæti þegar við veljum þar á milli," sagði Anderson. Það fylgir sögunni að Joe Anderson er stuðningsmaður Everton, erkifjenda og nágranna Liverpool FC. "A lot of people would come to celebrate."Liverpool mayor Joe Anderson has said resuming the Premier League is a "non-starter."Full story: https://t.co/fFP4WKD6dR pic.twitter.com/dHvGxm44CT— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira