Ósáttir við að undankeppnina vanti 20. desember 2004 00:01 Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því." Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því."
Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira