Banna Hezbollah í Þýskalandi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. apríl 2020 09:08 Lögreglumaður stendur vörð við stað þar sem húsleit var gerð í morgun. AP/Christoph Soeder Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Þetta tilkynnti innanríkisráðherra Þjóðverja nú í morgun um leið og lögregla fór í húsleit í nokkrum moskum í fjórum borgum Þýskalands. Öryggislögreglan í Þýskalandi telur að rúmlega eitt þúsund manns taki þátt í starfsemi Hezbollah í Þýskalandi. Ákvörðun Þjóðverja kemur eftir þrýsting frá Ísrael og Bandaríkjamönnum en hingað til höfðu Þjóðverjar gert greinarmun á stjórnmálaarmi samtakanna og hersveita þeirra, sem meðal annars hafa barist með Assad forseta Sýrlands í borgarastríðinu þar í landi. Hezbollah styður einnig náið við bakið á Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sem tók við völdum í janúar og njóta samtökin stuðnings Íran. Breytingin felur í sér að merki Hezbollah eru bönnuð á samkomum og í fjölmiðlum. Þar að auki getur þýska ríkið lagt hald á eigur samtakanna. Yfirvöld Bretlands gripu til samskonar aðgerða í febrúar í fyrra. Evrópusambandið bannaði hernaðararm Hezbolla árið 2013 en ekki stjórnmálaarm samtakanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, að um mikilvæga ákvörðun sé að ræða. „Ég kalla á önnur ríki Evrópu og Evrópusambandið að gera hið sama. Allir hlutar Hezbollah eru hryðjuverkasamtök og koma á fram við þá eftir því,“ sagði Katz. Þýskaland Sýrland Líbanon Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Þetta tilkynnti innanríkisráðherra Þjóðverja nú í morgun um leið og lögregla fór í húsleit í nokkrum moskum í fjórum borgum Þýskalands. Öryggislögreglan í Þýskalandi telur að rúmlega eitt þúsund manns taki þátt í starfsemi Hezbollah í Þýskalandi. Ákvörðun Þjóðverja kemur eftir þrýsting frá Ísrael og Bandaríkjamönnum en hingað til höfðu Þjóðverjar gert greinarmun á stjórnmálaarmi samtakanna og hersveita þeirra, sem meðal annars hafa barist með Assad forseta Sýrlands í borgarastríðinu þar í landi. Hezbollah styður einnig náið við bakið á Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sem tók við völdum í janúar og njóta samtökin stuðnings Íran. Breytingin felur í sér að merki Hezbollah eru bönnuð á samkomum og í fjölmiðlum. Þar að auki getur þýska ríkið lagt hald á eigur samtakanna. Yfirvöld Bretlands gripu til samskonar aðgerða í febrúar í fyrra. Evrópusambandið bannaði hernaðararm Hezbolla árið 2013 en ekki stjórnmálaarm samtakanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, að um mikilvæga ákvörðun sé að ræða. „Ég kalla á önnur ríki Evrópu og Evrópusambandið að gera hið sama. Allir hlutar Hezbollah eru hryðjuverkasamtök og koma á fram við þá eftir því,“ sagði Katz.
Þýskaland Sýrland Líbanon Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira