Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 13:30 Sergio Romero hefur unnið níu af ellefu leikjum sínum á HM 2010 og 2014. vísir/getty Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22
Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00