Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 13:30 Sergio Romero hefur unnið níu af ellefu leikjum sínum á HM 2010 og 2014. vísir/getty Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22
Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00